Samið um starfsemi Hæfniseturs ferðaþjónustunnar næstu þrjú árin

Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, undirritaði í dag þjónustusamning við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) um að hýsa verkefnið Hæfnisetur ferðaþjónustunnar. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur til rúmlega 50 m.kr. á ári til verkefnisins næstu þrjú árin frá og með 2018. Markmið verkefnisins er að auka gæði og hæfni í ferðaþjónustu, einkum framlínustarfsmanna og millistjórnenda. Í því samhengi verður sérstaklega horft að fræðslu sem aðlöguð er starfsmönnum fyrirtækja í ferðaþjónustu og fer fræðslan fram inni í fyrirtækjunum eins og kostur er. 

Lesa meira »

Nýsköpunarverkefni "Þjálfun í gestrisni"

Nýsköpunarverkefni: Þjálfun í gestrisni
Dagsetning: 28. september kl. 08:30 - 10:00
Staður: Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
Margrét Reynisdóttir og Sigrún Jóhannesdóttir kynna ,,Þjálfun í gestrisni - Raundæmi og verkefni". Þátttakendur fá að prófa hluta af þjálfunarefninu á staðnum. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Skráning HÉR

Lesa meira »

Gott málþing

Tæplega 80 manns sóttu málþing Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Fræðslusjóðs, menntamálaráðuneytisins og NVL (Norrænt tengslanet um nám fullorðinna), Nýjar áherslur í framhaldsfræðslunni, sem haldið var 7. sept. sl. í Reykjavík.

Lesa meira »

Samstarf Rafiðnaðarskólans og FA

Rafiðnaðarskólinn og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hafa undirritað samning um að FA taki að sér verkefnastýringu og veiti kennslufræðilega ráðgjöf fyrir verkefnið Þróun gagnvirks kennsluefnis í tæknigreinum.

Lesa meira »

Málþing um nýjar áskoranir í framhaldsfræðslu

7. sept. kl. 13-16.15 haldið á  Nauthól, Reykjavík

Áherslur, leiðir og framkvæmd framhaldsfræðslu eru sífellt til skoðunar meðal þeirra sem tengjast framhaldsfræðslukerfinu, t.d. í Fræðslusjóði, í stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og mennta- og menningarmálaráðuneytinu, sem undirbýr nú gerð frumvarps um nám fullorðinna. Síðustu mánuði hafa starfsmenn og stjórn FA unnið að stefnumótun fyrir FA og þar hefur verið rætt um aukin tengsl við fyrirtækjamarkaðinn og hvernig FA tekst á við það hlutverk.

Lesa meira »

VISKA - nýtt Evrópuverkefni um aukinn sýnileika á starfshæfni innflytjenda

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) og IÐAN fræðslusetur hlutu í mars s.l. styrk úr Erasmus+  menntaáætlun Evrópusambandsins fyrir verkefnið Visible Skills of Adults (VISKA). Um er að ræða Erasmus KA3 stefnumótunarverkefni sem FA og IÐAN stýra hér á landi fyrir hönd Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Rannís hafði umsjón með mótun verkefnisins.

Lesa meira »

Úttektir á gæðum í fullorðinsfræðslu

Gerður hefur verið samningur til þriggja ára við fyrirtækið Vaxandi ráðgjöf ehf. um að sinna úttektum á gæðastarfi samkvæmt viðmiðum EQM og EQM+. Eigendur fyrirtækisins eru Karl Frímannsson og Katrín Frímannsdóttir og með þeim starfar Erla Björg Guðmundsdóttir. Þessir aðilar stóðust allar kröfur sem gerðar voru til úttektaraðila og hafa mikla reynslu á fræðslumálum og gæðamati í skólastarfi.

Lesa meira »

Samstarfssamningur við Kompás þekkingarsamfélagið

Sveinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Björgvin Filippusson stofnandi KOMPÁS Þekkingarsamfélagsins undirrituðu á dögunum samstarfssamning er styður markmið og starfsemi samningsaðila með öflugu samstarfi og í framkvæmd ýmissa verkefna. FA vistar nýstofnað Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og fellur samstarfssamningurinn vel að þeim verkefnum sem þar er unnið að.

Lesa meira »

Snepill um raunfærnimat

Nýjasta tölublað Snepils var að koma út. Líkt og fyrri tölublöð er umfjöllunarefnið hin ýmsu svið og verkefni sem unnið er að hjá FA. Í þessu 6. tölublaði eru nýustu fréttir af raunfærnimati. 

Lesa meira »

Matsaðili - gæði í framhaldsfræðslu

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins óskar eftir matsaðila til að sinna gæðaúttektum í fullorðinsfræðslu. Meginhlutverk matsaðila er að meta hvort upplýsingar fræðsluaðila uppfylli skilyrði og vinna í samstarfi við FA að þróun gæðakerfisins.

Áhugasamir sendi verðtilboð til Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins ásamt upplýsingum um hæfni og reynslu af úttektum, fyrir 1. mars 2017.

Lesa meira »

Námskeið fyrir umsjónarmenn greininga

Haldið verður námskeið fyrir umsjónarmenn greininga hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins Skipholti 50b, dagana 27. og 28. febrúar n.k. Námskeið er alls 12 klst. (2x6) en að auki er gert ráð fyrir undirbúning 3-6 klst. Leiðbeinendur eru Halla Valgeirsdóttir og Guðmunda Kristinsdóttir.

Lesa meira »

Þjálfun vegna raunfærnimats

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins mun bjóða upp á námskeið um raunfærnimat 23. og 24. febrúar  2017. Námskeiðið er ætlað matsaðilum, náms- og starfsráðgjöfum og verkefnisstjórum sem koma að raunfærnimatsverkefnum.  Einnig eru hagsmunaaðilar sem vilja kynna sér framkvæmd raunfærnimats velkomnir. 

Lesa meira »

Sérfræðingar í fullorðinsfræðslu

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf. óskar eftir að ráða 1-2 sérfræðinga í störf á sviði fullorðinsfræðslu, einkum við hæfnigreiningar og námshönnun. Um tímabundin störf er að ræða til eins árs en með möguleika á framlengingu.

Lesa meira »

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar stofnað

Ferðamálaráðherra Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifaði í gær undir samning við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Stjórnstöð ferðamála, á grundvelli samþykktar Alþingis frá því í október 2016, um verkefnið Hæfnisetur ferðaþjónustunnar til að auka hæfni í ferðaþjónustu.

Lesa meira »

Þriðji fundur samráðshóps GOAL verkefnisins

Samráðshópur GOAL verkefnisins (Guidance and Orientation for Adult Learners) kom saman í þriðja sinn í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu þann 13. desember. Á fundinum fóru verkefnastjórar yfir stöðu verkefnisins, en margt bendir til þess að mun erfiðara sé að ná til þeirra hópa sem sækja síst í nám. 

Lesa meira »

Aðalfundur

Aðalfyrirlesari á ársfundi FA, Lærum í skýinu, var Alastair Creelman sérfræðingur við Linnéháskólann í Kalmar. 

Lesa meira »

Snepill um náms- og starfsráðgjöf

Nýjasta tölublað Snepils var að koma út. Líkt og fyrri tölublöð er umfjöllunarefnið hin ýmsu svið og verkefni sem unnið er að hjá FA. Í þessu tölublaði eru nýjustu fréttir af náms- og starfsráðgjöf.

Lesa meira »

Glærur frá ársfundi

Á ársfundi FA sem haldin var 30. nóvember s.l. kynntu Rannís og MSS tvö af þeim tólum sem þau nýta til að miðla upplýsingum til samstarfsaðila sinna; fagfólks og nemenda.

Lesa meira »

Fyrirmyndir í námi fullorðinna 2016

Lærum í skýinu var yfirskrift ársfundar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem haldin var á Grand hótel 30. nóvember s.l. Af því tilefni voru veittar viðurkenningar til fyrirmynda í námi fullorðinna, en sú viðurkenning hefur verið veitt árlega frá 2007.

Lesa meira »

Lærum í skýinu

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verður haldinn þann 30. nóvember.
Allir velkomnir, en við viljum biðja þá sem vilja taka þátt að skrá sig  hér.
Fundurinn verður haldinn á Grand hótel í Reykjavík og hefst kl. 13:30. 

Lesa meira »

Snepill um Næsta Skref

Ný Snepill, ör-fréttablað Fræðslumiðstöðvarinnar var að koma út. Er þetta fjórði Snepillinn sem kemur út á skömmum tíma. Í nýjasta Sneplinum er fjallað um vefinn Næsta skref, alhliða upplýsinga- og ráðgjafavef um nám og störf á Íslandi. 

Lesa meira »

Opnir miðlar og námssamfélög

Boðið er upp á  vinnustofu fyrir leiðbeinendur í fullorðinsfræðslu þann 1. desember 2016 þar sem fjallað verður um nýjungar og þróun innan upplýsingatækni með áherslu á opna miðla og námssamfélög.

Lesa meira »

Spennandi ráðstefna

Við vekjum athygli á spennandi viðburði. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, NVL, Erasmus+, EPALE og Euroguidance ætla í sameiningu að standa fyrir ráðstefnu um náms- og starfsráðgjöf 9. nóvember næstkomandi. 

Lesa meira »

Þrír Sneplar komnir út

Snepill LOGO

Að undanförnu hafa þrír Sneplar, ör-fréttabréf FA, komið út. Þar gera sérfræðingar FA örstutta grein fyrir því sem efst er á baugi hverju sinni. Snepill er einnig sendur öllum samstarfsaðilum FA.

Lesa meira »

Sveinn Aðalsteinsson nýr framkvæmdastjóri FA

Sveinn Aðalsteinsson tók við starfi framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins 1. júní sl. Hann tekur við af Ingibjörgu E. Guðmundsdóttur sem gegnt hefur því frá stofnun Fræðslumiðstöðvarinnar en lét af störfum sakir aldurs.

Lesa meira »

Rafrænar viðurkenningar

Hvað eru rafrænar viðurkennningar og hvernig tek ég fyrstu skrefin?

Þann 9. febrúar næstkomandi verður haldin önnur vefstofa í tengslum við verkefnið  "Open badges for adult educators".

Lesa meira »

Nýr þjónustusamningur

Þann 14. desember sl. var undirritaður samningur á milli mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um vinnu við verkefni á sviði framhaldsfræðslu sem gildir frá 1. janúar 2016 til ársloka 2021.

Lesa meira »

Fyrirmyndir í námi fullorðinna 2015

Fyrirmyndir í námi fullorðinna er viðurkenning sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur veitt árlega frá árinu 2007. Framtíðin í framhaldsfræðslu, var yfirskrift fundar sem haldinn var á Grand Hótel þann 30. nóvember síðastliðinn.

Lesa meira »

Gríðarlegur áhugi á ráðstefnu á degi náms- og starfsráðgjafar

Föstudaginn 30. október 2015 sóttu rúmlega 170 manns ráðstefnu um náms- og starfsráðgjöf á Grand hóteli i Reykjavik þar sem meginþemað var  karriereveiledning og karrierekompetanse. Að ráðstefnunni stóðu Fræðslumiðstöð atvinnulífsins,  NVL, Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar og Félag náms- og starfsráðgjafa.

Lesa meira »

Takið daginn frá

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verður haldinn þann 30. nóvember. Dagskrá og staðsetning verður auglýs síðar.

Lesa meira »

Open Badges – nýtt nafn og áframhaldandi veiting merkisins

Fræðslumiðstöðin er þátttakandi í norrænu samstarfsverkefni um rafrænar viðurkenningar fyrir þá sem starfa í fullorðinsfræðslu. 

Nú er tilraunafasa verkefnisins lokið en 17 aðilar tóku þátt, þar af 4 íslendingar sem hafa fengið merkið fyrir framlag sitt um fullorðinsfræðslu á rafrænum miðlum.

Lesa meira »

Lok evrópska samstarfsverkefnisins Retrain

Nú er að ljúka tveggja ára evrópsku samstarfsverkefni, Retrain,  sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins tekur þátt í með Austurríkismönnum og Írum og  er stjórnað af Rannsóknasetri verslunarinnar og Háskólanum á Bifröst.

Lesa meira »

Norrænar niðurstöður um grunnleikni fullorðinna

Nýverið kom út skýrsla með samantekt á ýmsum niðurstöðum um stöðu grunnleikni fullorðinna í Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Eistlandi. Byggt er á niðurstöðum úr PIAAC rannsókn OECD og ýmsum gögnum sem safnað hefur verið í norrænan gagnabanka frá hagstofum landanna.

Lesa meira »

Raunfærnimati í Fiskeldi lokið innan IPA verkefnis FA

EsbMiðstöð símenntunar á Suðurnesjum hefur nú lokið við raunfærnimat í fisktækni, fiskeldislínu í samstarfi við Fisktækniskóla Íslands í Grindavík. Verkefnið fellur undir IPA verkefni FA "Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun".

Lesa meira »

Vinnudagur vegna raunfærnimats

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins boðaði til vinnudags fyrir verkefnastjóra sem sinna framkvæmd á raunfærnimatsverkefnum.  Vinnudagurinn fór fram á Kríunesi þann 19 maí.  Þátttakendur voru 27 og komu víðsvegar að af landinu.

Lesa meira »

Ráðstefna á vegum eyjahóps NVL

Ráðstefna á vegum eyjahóps NVL stendur fyrir ráðstefnu um eflingu og viðhalda jaðarsvæðaá Norðurlöndunum.  Ráðstefnan fer fram þan 27. maí næstkomandi á Borgundarhólmi.

Lesa meira »

Stýrir þú raunfærnimatsverkefnum?

Má bjóða þér á vinnudag þann 19. maí næstkomandi?

Fjallað verður um málefni sem snerta framkvæmd raunfærnimatsverkefna. Það verður lögð áhersla á miðlun upplýsinga, skoðanaskipti og lausnir.

Lesa meira »

Fræðslu- og samráðsfundur ráðgjafanets FA

Þann 27. febrúar síðastliðinn var haldinn 30. fundur í ráðgjafneti. Fundurinn var haldinn í húsnæði FA við Ofanleiti og hann sótti 21 fulltrúi frá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum víðs vegar að af landinu ásamt 4 starfsmönnum FA.

Lesa meira »

FA hlaut styrk frá Erasmusplus

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hlaut styrk úr KA2 hluta Erasmusplus áætlunarinnar nú í haust til að stýra samstarfsverkefni í samvinnu við aðila frá Finnlandi, Svíþjóð, Hollandi og Austurríki.

Lesa meira »

Gæðalíkan fyrir raunfærnimat á Norðurlöndum

Gefinn hefur verið út bæklingurinn Gæðalíkan fyrir raunfærnimat á Norðurlöndum. Bæklingurinn var unninn í kjölfar Norplus verkefnis sem unnið var árin 2012-2013 þar sem þróað var heildrænt líkan fyrir gæðastarf í raunfærnimati á Norðurlöndum. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins tók þátt í verkefninu og IÐAN-fræðslusetur framkvæmdi prófunarferli á gæðalíkaninu.

Lesa meira »

Fyrirmyndir í námi fullorðinna 2014

Fyrirmyndir í námi fullorðinna er viðurkenning sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur veitt árlega frá árinu 2007. Árangur og framtíð framhaldsfræðslu, var yfirskrift fundar sem haldinn var á Hótel Natura þann 4. desember síðastliðinn.

Lesa meira »

Raunfærnimati í Fisktækni lokið innan IPA verkefnis FA

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hefur nú lokið við raunfærnimat í Fisktækni, sjómennskulínu í samstarfi við Fisktækniskóla Íslands í Grindavík. Verkefnið fellur undir IPA verkefni FA "Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun".

Lesa meira »

Árangur og framtíð framhaldsfræðslu

Fimmtudaginn 4. desember eftir hádegi mun Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Norræna tengslanetið um nám fullorðinna standa fyrir fundi sem ber yfirskriftina: Árangur og framtíð framhaldsfræðslu.

Lesa meira »

Fræðslu- og samráðsfundur ráðgjafanets FA

Þann 17. og 18. september s.l. fór fram 29. fundur í ráðgjafneti FA. Fundurinn var haldinn hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands í Borgarnesi og sóttu hann 30 fulltrúar frá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum um land allt.

Lesa meira »

Úthlutun úr Þróunarsjóði framhaldsfræðslu 2014

Í mars auglýsti Þróunarsjóður framhaldsfræðslu eftir umsóknum um styrki vegna nýsköpunar- og þróunarverkefna í framhaldsfræðslu. Þróunarsjóði framhaldsfræðslu bárust alls 38 umsóknir um styrki en úthlutað var til 19 verkefna að þessu sinni.

Lesa meira »

Námskeið - þjálfun vegna raunfærnimats

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins mun bjóða upp á námskeið um raunfærnimat 15. og 16. apríl 2014. Námskeiðin eru ætluð matsaðilum, náms- og starfsráðgjöfum og verkefnisstjórum sem koma að raunfærnimatsverkefnum. Ekkert námskeiðsgjald er greitt, en FA greiðir hvorki fyrir ferðir né uppihald þátttakenda. Framkvæmd er háð því að nægileg þátttaka fáist.

Lesa meira »

Námskeið fyrir starfsþjálfa á vinnustað

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins mun bjóða upp á tilraunanámskeið fyrir starfsþjálfa á vinnustað. Námskeiðið verður haldið 10. og 14. apríl 2014 og er það ætlað starfsmönnum sem sinna starfsþjálfun á vinnustað sem er hluti af skilgreindu námi. Ekkert námskeiðsgjald er greitt, en FA greiðir hvorki fyrir ferðir né uppihald þátttakenda. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við 15 manns.

Lesa meira »

Námskeið - Þjálfun vegna raunfærnimats

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins mun bjóða upp á námskeið um raunfærnimat 15. og 16. apríl 2014. Námskeiðin eru ætluð matsaðilum, náms- og starfsráðgjöfum og verkefnisstjórum sem koma að raunfærnimatsverkefnum. Ekkert námskeiðsgjald er greitt, en FA greiðir hvorki fyrir ferðir né uppihald þátttakenda. Framkvæmd er háð því að nægileg þátttaka fáist.

Lesa meira »

Raunfærnimati í Málmsuðu lokið innan IPA verkefnis FA

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi hefur nú lokið við raunfærnimatsverkefni í Málmsuðu, sem fellur undir IPA verkefni FA Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun. Þátttakendur voru 12 og fengu þeir metnar samtals 264 einingar á framhaldsskólastigi, eða 22 einingar hver einstaklingur að meðaltali.

Lesa meira »

Þróun námskeiðs fyrir umsjónarmenn greininga

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fékk haustið 2013 styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til að þróa greiningartæki og aðferð til að skilgreina hæfnikröfur starfa. Um er að ræða aðferðina sem við hjá FA höfum verið að beita og þróa undanfarin misseri með þrepaskiptu hæfnilýsingunum frá HRSG í Kanada.

Lesa meira »

Ráðstefna um raunfærnimat – Rotterdam

Dagana 9. til 11. apríl 2014 verður haldin í Rotterdam ráðstefna um raunfærnimat. Markhópurinn fyrir hana eru hagsmuna-, framkvæmda- og stefnumótandi aðilar í raunfærnimati og það verður mikið af áhugaverðum fyrirlestrum og vinnustofum í boði.

Lesa meira »

Nýr vefur NVL, Norræna tengslanetsins í loftið

Þann 28. nóvember fer nýr vefur NVL - Norræna tengslanetsins um nám fullorðinna - í loftið. Mikill metnaður býr að baki: "Markmið okkar er að verða fyrsta val við vefleit allra á Norðurlöndunum sem vilja fylgjast með þróun fullorðinsfræðslu", segir framkvæmdastjóri NVL, Antra Carlsen.

Lesa meira »

PROMENNT hlýtur EQM gæðavottun

Í dag fékk PROMENNT afhenda staðfestingu þess efnis að fyrirtækið hafi staðist gæðavottun skv. European Quality Mark (EQM) gæðaviðmiðunum. Með gæðavottun EQM er staðfest að PROMENNT stenst evrópskar kröfur um gæði fræðslustarfsemi.

Lesa meira »

Úthlutun úr Þróunarsjóði framhaldsfræðslu 2013

Um miðjan mars auglýsti Þróunarsjóður framhaldsfræðslu eftir umsóknum um styrki vegna nýsköpunar- og þróunarverkefna í framhaldsfræðslu. Þróunarsjóði framhaldsfræðslu bárust alls 46 umsóknir um styrki en úthlutað var til 22 verkefna að þessu sinni.

Lesa meira »

Farskólinn hlýtur gæðavottun fræðsluaðila

Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra fékk í dag afhent skírteini um EQM gæðavottun fræðsluaðila en gæðavottunin sjálf var staðfest í desember 2012. Með gæðavottun EQM (European Quality Mark) er staðfest að Farskólinn stenst evrópskar kröfur um gæði fræðslustarfsemi.

Lesa meira »

Úthlutun úr Þróunarsjóði framhaldsfræðslu 2012

Um miðjan mars s.l. auglýsti Þróunarsjóður framhaldsfræðslu eftir umsóknum um styrki vegna nýsköpunar- og þróunarverkefna í framhaldsfræðslu. Þróunarsjóði framhaldsfræðslu bárust alls 29 umsóknir um styrki en úthlutað var til 23 verkefna að þessu sinni.

Lesa meira »

Þróunarsjóður framhaldsfræðslu - úthlutun desember 2011

Um miðjan nóvember 2011 var auglýst meðal samstarfsaðila Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins eftir umsóknum um verkefni sem byggðu á stefnumótunarvinnu sem fram fór á árinu með hagsmunaaðilum og framkvæmdaaðilum. Alls bárust sex umsóknir og var veittur styrkur til tveggja verkefna í námsefnisgerð og þriggja verkefna er lutu að samstarfi símenntunarmiðstöðva um fjarkennslu vottaðrar námsleiðar.

Lesa meira »

Úthlutun úr Þróunarsjóði framhaldsfræðslu maí 2011

Í byrjun maí s.l. auglýsti Þróunarsjóður framhaldsfræðslu eftir umsóknum um styrki vegna nýsköpunar- og þróunarverkefna í framhaldsfræðslu. Þróunarsjóði framhaldsfræðslu bárust alls 64 umsóknir um styrki. Til úthlutunar voru 30 milljónir kr. en úthlutað var til 18 verkefna.

Lesa meira »